Flýtilyklar
Gönguleiðir
Hvammstangi - Kirkjuhvammur
Á Hvammstanga er merkt gönguleið sem byrjar niður við Kaupfélag. Stígurinn byrjar rét norðan við brúnna en þar er göngumerki. Gengið er meðfram ánni eftir malarstíg. Fljótlega er komið að göngubrú á ánni og er Bangsatún sunnan við ánna. Það er þess virði að ganga yfir búnna og sitjast á bekk í rjóðrinu og njóta kyrrðarinnar. Síðan er gengið áfram upp með ánni sunnan við Hvammstangakirkju og upp á ásinn en þaðan er gott útsýni yfir bæinn. Stígurinn heldur svo áfram meðfram ánni að tjaldsvæðinu.
Lesa meira
Ánastaðastapi - Grímsá
Ánastaðastapi er hvassbrýndur klettur við sjóinn norðan við bæinn Ánastaði. Við Hvalshöfða sem er lítil vík á milli stapans og bæjarins rak 32 stórhveli undan hafísnum ísavorið 1882 og voru þeir drepnir og skornir við ströndina. Sagt er að sá hvalreki hafi bjargað fjölda fólks frá hungurdauða, en menn komu langar leiðir að til að sækja góssið. Ísgryfjur voru gerðar við ströndina og hvalkjötið geymt þar langt fram að hausti þess árs.
Lesa meira
Bjarg
Á Bjargi er fæðingarstaður Grettis sterka Ásmundarsonar. Minnismerki um Ásdísi, móður Grettis, er á Berginu, prýdd fjórum lágmyndum eftir Halldór Pétursson. Þaðan sést til nokkurra sögustaða eins og Bessaborgar, Arnarvatnsheiðar og Löngufitjar svo að dæmi séu nefnd.
Lesa meira
Illugastaðir
Vegur 711. Illugastaðir er sögufrægur bær en þar var drepinn Natan Ketilsson bóndi og náttúrulæknir árið 1828 og leiddi það voðaverk svo til síðustu aftöku á Íslandi 1830. Nýleg bók eftir ástralskan rithöfund Hannah Kent, Náðarstund – Burial Rites – Das Seelenhaus, fjallar um Agnesi en hún var ásamt Friðríki Sigurðssyni hálshöggvin við Þrístapa í Austur-Húnavatnssýslu fyrir morðið. Rústir smiðju Natans eru enn sjáanlegar á skeri að nafni Smiðjusker. Afar fallegt útsýni til Stranda.
Lesa meira
Botn Miðfjarðar
Rétt sunnan við bæinn Sanda liggur vegslóð frá vegi 72 til austurs sé komið að sunnan. Hægt er að aka eftir slóðinni alveg niður að ströndinni en ekki erfært fyrir minnstu bílana. Gengið er til austurs með ströndinni. Þetta er þægileg ganga með sjávarloft í lungum, fuglakvak í eyrum og fallegt útsýni til Strandafjalla. Einn og einn selur gæti heilsað upp á göngufólkið. Gangan öll, að ós Miðfjárðarár, tekur um þrjú korter og annað eins til baka.
Lesa meira
Langafit á Laugarbakka
Gangan hefst gegnt Félagsheimilinu Ásbyrgi um stíg sem liggur niður í átt að Miðfjárðaránni. Gengið er um háan villigróður að árbakka og þaðan sveigt til suðurs og ánni fylgt. Fuglalíf er fjölbreytt um hásumarið. Það er hér sem hestaatið átti sér stað sem sagt er frá í Grettissögu Ásmundarsonar. Heitir svæðið Langafit og er sagt í sögunni að áhorfendur hafi setið í brekkunni en keppnin sjálf hafi farið fram á sléttunni þar fyrir neðan.
Lesa meira
Hvammstangi - Káraborg
Káraborg er klettaborg norðan af Hvammstanga og gnæfir yfir staðinn. Þaðan er víðsýnt í góðu veðri.
Lesa meira
Grund - Hvammstangi
Vegur 711. Gengið er upp frá Grund í Vesturhópi. Þar er foss að nafni Foss, síðan tekur við troðningur. Leiðin liggur um Heydalinn og liggur stöðugt upp á móti til að byrja með en er ekki mjög krefjandi að öðru leyti. Þegar Þröskuldi er náð, liggur leiðin um einskonar heiðarlandslag og er merkt stikum niður að Ytri Hvammsánni sem rennur fyrir norðan þéttbýlið á Hvammstanga. Gangan endar á tjaldsvæðinu í Hvamminum.
Lesa meira
Káraborg - Klambrar
Á Klömbrum er uppgert steinhús frá 1880-1885, sem er friðað og á fornminjaskrá. Þar bjó héraðslæknirinn og þar var apótek og sjúkrastofa. Ekki er vitað um nafn steinsmiðsins, en steinhús af þessari gerð eru afar sjaldgæf í sveitum landsins.
Lesa meira
Gauksmýrartjörn
Um 500 m langur göngustígur sem hentar öllum. Gauksmýrartjörn er endurheimt votlendi en þar verpa um 45 fuglategundir, þar á meðal hinn skrautlegi flórgoði. Fuglaskoðunarhús með upplýsingum um fugla og kíki er við enda stígsins.
Lesa meira
Miklagil
Miklagil þótti fyrrum einn versti farartálmi á leið vegfarenda um Holtavörðuheiði. Gilið liggur frá suðvestri til norðausturs skammt sunnan við eyðibýlið Grænumýrartungu og liggur þjóðvegurinn yfir upphaf gilsins (brú).
Lesa meira
Selárgil
Gilið er stórbrotið með nokkrum geysifallegum fossum. Sumir fossarnir sjást þó aðeins öðru megin frá, þannig að skemmtilegast er að ganga upp öðru megin og niður hinumegin. Sérstakur stekkur er í gilinu sem vert er að skoða. – Æskilegt er að hafa með sér létta vaðskó til að vaða í.
Lesa meira
Brandagil - Húkur
Jeppa-, reið- og gönguleið. Tilvalið fyrir reiðhjólafólk til að sleppa við þjóðveginn. Viðsýn og friðsæl leið.
Sagt er að hvergi í Evrópu sé jafn auðvelt að skoða Himbrimann (Gavia immer) sem verpir hér á hálsinum, en hann kemur frá Ameríku til að verpa. Hafa skal í huga að hvert par helgar sér eitt vatn, þannig að byggðin er þrátt fyrir allt frekar strjál.
Lesa meira
Lombervegur
Vegurinn var ruddur í upphaf 20. aldar, til að tengja bæina Aðalból í Austurárdal og Efri Núp í Núpsdal og gera bændunum, sem báðir hétu Benedikt, og öðrum kleift að spila saman Lomber, á víxl á bæjunum. Lomber er spil af suður-evrópskum uppruna (L‘Hombre), og er hefðin til að spila Lomber ennþá lífandi í Húnaþingi vestra.
Lesa meira