ad
Flýtilyklar
Menning
Handbendi Brúðuleikhús
Brúðuleikhúsið Handbendi er margverðlaunað brúðuleikhús staðsett á Hvammstanga. Listrænn stjórnandi leikhússins Greta Clough vann áður hjá hinu margrómaða Little Angel Theatre í London. Handbendi fókuserar á nýsköpun í brúðugerð og gerð nýrra og frumlegra verka sem túra um heimin árlega. Leikhúsið er þekkt fyrir framúrskarandi verk og einstaka brúðuhönnun. Vinnustofan er opin gestum eftir óskum, og hægt er að panta brúðugerðarnámskeið fyrir einstaklinga og litla hópa.
Lesa meira
Réttir
Í Húnaþingi vestra í september á hverju áru eru haldnar sjö réttir á eftirfarandi stöðum: Valdarásrétt, Hamarsrétt, Hrútatungurétt, Miðfjarðarrétt, Víðidalstungurétt, Þverárrétt, og Hvalsárrétt. Dagsetningar eru breytilegar eftir árum en hægt er að sjá dagsetningar rétta á heimasíðu sveitarfélagsins þegar nær dregur.
Lesa meira
Menningarfélag Húnaþing vestra
Menningarfélag Húnaþings vestra heldur utan um hina ýmsu viðburði og aðra menningarlega starfsemi í Húnaþingi vestra.
Lesa meira
Eldur í Húnaþingi
Eldur í Húnaþingi er spennandi hátíð sviðslista og skemmtunar undir berum himni í sönnum samfélagsanda. Hún er tónlistar- og listahátíð, fimm daga samkoma sem býður upp á fjölda tónleika, leikja og sýninga sem sýna fremstu fulltrúa í tónlist, dansi, gamanleik, kvikmyndum, fjölleikahúsi, götulistum og fjölskylduskemmtunum á Íslandi og erlendis.
Lesa meira