Brúðuleikhúsið Handbendi er margverðlaunað brúðuleikhús staðsett á Hvammstanga. Listrænn stjórnandi leikhússins Greta Clough vann áður hjá hinu margrómaða Little Angel Theatre í London. Handbendi fókuserar á nýsköpun í brúðugerð og gerð nýrra og frumlegra verka sem túra um heimin árlega. Leikhúsið er þekkt fyrir framúrskarandi verk og einstaka brúðuhönnun. Vinnustofan er opin gestum eftir óskum, og hægt er að panta brúðugerðarnámskeið fyrir einstaklinga og litla hópa.
ad