Húnaþing vestra er þekkt fyrir framleiðslu á
hágæða hráefni. Þar er fremst að telja lambakjötið sem gengur sjálfala yfir sumarið á fjöllum og heiðum. Einnig er að finna
frábærar veiðiár og vötn á svæðinu sem gefa ógrynni af silung og lax. Fjölbreytta veitingastaði, kaffihús og sjoppur er að
finna í Húnaþingi vestra svo enginn þarf að fara svangur úr héraðinu.