Sveitarfélagið Húnaþing vestra, í dag, nær yfir það landsvæði sem áður tilheyrði Vestur-Húnavatnssýslu og Bæjarhrepp í Strandasýslu. Húnaþing vestra varð til, 7. júní 1998, við sameiningu þeirra sjö hreppa sem voru í Vestur-Húnavatnssýslu. Hrepparnir voru Staðarhreppur, Fremri-Torfustaðahreppur, Ytri-Torfustaðahreppur, Kirkjuhvammshreppur, Hvammstangahreppur, Þverárhreppur og Þorkelshólshreppur. Bæjarhreppur í Strandasýslu sameinaðist sveitarfélaginu 1. janúar 2012.
Stjórnsýsla sveitarfélagsins er staðsett á langstærsta þéttbýlisstað sveitarfélagsins, Hvammstanga, en minni þéttbýliskjarnar eru á Laugabakka, Reykjum í Hrútafirði og á Borðeyri
Upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á heimasíðu þess. www.hunathing.is
Uppfært og yfirfarið 30. maí 2022