Kirkjur

Prestsbakkakirkja

Lesa meira

Hvammstangakirkja

Hvammstangakirkja
Hvammstangakirkja er sóknarkirkja Hvammstangasóknar og er í Breiðabólstaðarprestakalli. Kirkjan var vígð 21. júlí 1957, en hún var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni. Kirkjusmiður var Snorri Jóhannesson smiður á Hvammstanga. Kirkjan stendur ofarlega í þorpinu við Kirkjuveg, sunnan kirkjunar liðast Syðri-Hvammsá í gegnum þorpið.
Lesa meira

Staðarbakkakirkja

Staðarbakkakirkja
Staðarbakkakirkja er kirkja að Staðarbakka í Miðfirði. Þar er bændakirkja (útkirkja) sem þjónað hefur verið frá næsta bæ, Melstað, frá árinu 1907. Núverandi kirkja þar var reist árið 1890 og tekur 120 manns í sæti.
Lesa meira

Tjarnarkirkja

Tjarnarkirkja
Tjarnarkirkja er kirkja að Tjörn á vestanverðu Vatnsnesi. Kirkan þar var reist á árunum 1930 til 1940 úr steinsteypu. Alls tekur kirkjan milli 70 og 80 manns í sæti en altaristafla er eftir Þórarinn B. Þorláksson, máluð 1910. Er hún eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík eftir G.T. Wegener.
Lesa meira

Melstaður

Melstaður
Melstaður er kirkjustaður og prestsetur í Miðfirði. Sókn kirkjunar tilheyrir Melstaðarprestakalli. Fyrsta skrásetta aðsetur á Melstað er frá 14. öld. Arngrímur Jónsson hinn lærði er að líkindum frægasti prestur sem hefur setið á Melstað. Núverandi kirkja var reist 1947.
Lesa meira

Vesturhópshólakirkja

Vesturhópshólakirkja
Vesturhópshólakikja er kirkja að Vesturhópshólum í Vesturhópi. Bærinn er ysti bær í sveitinni og dregur nafn sitt af urðartungu sem hefur hreyfst úr fjallinu fyrir ofan.
Lesa meira

Víðidalstungukirkja

Víðidalstungukirkja
Víðidalstungukirkja er kirkja í Víðidalstungu í Víðidal. Bærinn stendur á tungunni milli Víðidalsár og Fitjár. Mestu kostir jarðarinnar til fornar voru uppgripaheyskapur og laxveiði í ánum.
Lesa meira

Breiðabólstaður

Breiðabólstaður
Breiðabólstaður í Vesturhópi er forn sögustaður og höfðingjasetur fyrr á öldum.
Lesa meira

Staður í Hrútafirði

Staður í Hrútafirði
Kirkja er á Stað í Hrútafirði og þar er minnisvarði um landspóstana.
Lesa meira

Kirkjuhvammskirkja

Kirkjuhvammskirkja
Kirkjuhvammskirkja er friðuð og í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Kirkjan stendur í hvamminum ofan við Hvammstanga þar sem tjaldsvæði staðarins er.
Lesa meira

Efri-Núpur

Efri-Núpur
Kirkjan að Efra-Núpi er í Núpsdal, sem er inn af Miðfirði. Þar er leiði skáldkonunnar Vatnsenda-Rósu.
Lesa meira

Svæði

Map
Menu