Staðarbakki
531 Hvammstanga
Staðarbakkakirkja er kirkja að Staðarbakka í Miðfirði. Þar er bændakirkja (útkirkja) sem þjónað hefur verið frá næsta bæ, Melstað, frá árinu 1907. Núverandi kirkja þar var reist árið 1890 og tekur 120 manns í sæti. Hún er úr timbri en altaristöfluna gaf Björn Guðmundur Björnsson kenndur við Torfustahús þar sem hann átti heima á meðan hann stundaði búskap eða Hvammstanga þar sem hann bjó síðari hluta æfinnar, altaristöfluna gaf hann til minningar um son sinn er lést mjög ungur (heimild úr ljóðabókinni "Glæðum" eftir Björn). Altaristöfluna málaði Eyjólfur Eyfells árið 1931 og sýnir hún Krist.
Staðarbakkakirkja. (2016, 7. febrúar). Wikipedia, Frjálsa alfræðiritið. Sótt 7. febrúar 2016 kl. 13:52 UTC frá //is.wikipedia.org/w/index.php?title=Sta%C3%B0arbakkakirkja&oldid=1523426.
Ljósmyndin er eftir Eystein Guðna Guðnason, og er skráð undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported leyfi.