Um Húnaþing vestra

Sauðfé á VatnsnesiHúnaþing vestra er grösugt og blómlegt sveitarfélag með fagra strandlengju og víð heiðarlönd og hefur fjölmargt áhugavert að bjóða hvort sem þú leitar að góðum búsetukosti eða stað til að upplifa náttúru, sögu og mannlíf í fögru umhverfi.

Sveitarfélagið er staðsett miðsvæðis mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar, vestast á Norðurlandi og er með góðar tengingar inn á Vesturland og Vestfirði.
Húnaþing vestra nær í suðri og vestri frá Arnarvatni og miðri Holtavörðuheiði norður Strandir að Stikuhálsi og út á Vatnsnestá og að Gljúfurá í austri sem skilur sveitarfélagið frá Austur-Húnavatnssýslu. Þar er einstök náttúra og mannlíf sem gaman er að kynnast.

Vatnsnes er ein af perlum svæðisins þar sem klettadrangurinn Hvítserkur, 15 metra á hæð, er í aðalhlutverki. Á Vatnsnesi eru aðgengilegustu selaskoðunarstaðir á Íslandi og má þar helst nefna Illugastaði og við Sigríðarstaðaós nálægt Hvítserk.

Verið velkomin í Húnaþing vestra!

Síðast uppfært og yfirfarið 30. maí 2022

Svæði

Map
Menu