Vesturhópshólakirkja

Vesturhópshólakirkja, Mynd: Jóna Þórunn
Vesturhópshólakirkja, Mynd: Jóna Þórunn

Vesturhópshólar (kort)
531 Hvammstangi

Vesturhópshólakikja er kirkja að Vesturhópshólum í Vesturhópi. Bærinn er ysti bær í sveitinni og dregur nafn sitt af urðartungu sem hefur hreyfst úr fjallinu fyrir ofan.

Kirkjan á Vesturhópshólum var byggð árið 1879 en hún var bændakirkja allt fram til 1959. Henni tilheyrir predikunarstóll sem talinn er vera frá 17. öld. og talinn smíðaður af Guðmundi Guðmundssyni „bíld“ frá Bjarnastaðahlíð. Altaristaflan í kirkjunni sýnir Krist á krossinum og er hún talin vera gömul. Á henni kemur fram nafnið Bertel Øland og ártalið 1761. Hvort tveggja, predikunarstóll og altaristafla, er talið vera komið úr kirkjunni á Höskuldsstöðum í Vindhælishrepp.

Vesturhópshólakirkja. (2017, 4. ágúst). Wikipedia, Frjálsa alfræðiritið. Sótt 4. ágúst 2017 kl. 00:12 UTC frá //is.wikipedia.org/w/index.php?title=Vesturh%C3%B3psh%C3%B3lakirkja&oldid=1564129.

Ljósmyndin er eftir Jónu Þórunni, og er skráð undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported leyfi.


Svæði

Map
Menu