Kirkjan að Efra-Núpi stendur í Núpsdal innarlega í Miðfirði og var löngum í þjóðbraut er leiðir lágu af Norðurlandi um Arnarvatnsheiði til byggða Borgarfjarðar. Í kirkjugarðinum er leiði skáldkonunnar Vatnsenda-Rósu er dó á Efra-Núpi er hún var á heimleið úr kaupavinnu 28. September 1855. Húnvetnskar konur komu fyrir minnismerki við leiði hennar árið 1965. Steinsteypt kirkja var reist á staðnum árið 1960. Kirkjan er ekki lengur sóknarkirkja en íbúar sveitarinnar hafa gert í því að halda kirkjunni við og þar er haldin árleg messa um verslunarmannahelgina.
Ljósmyndin er eftir Eystein Guðna Guðnason, og er skráð undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported leyfi.