Víðidalstunga (kort)
531 Hvammstangi
Víðidalstungukirkja er kirkja í Víðidalstungu í Víðidal. Bærinn stendur á tungunni milli Víðidalsár og Fitjár. Mestu kostir jarðarinnar til fornar voru uppgripaheyskapur og laxveiði í ánum.
Kirkja staðarins var byggð árið 1889 en hún er úr timbri. Alls komast 100 manns á kirkjubekkina. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna árið 1916 en hún sýnir fjallræðuna.
Flateyjarbók var rituð í Víðidalstungu um 1400 en hún er ein stærsta og merkilegasta skinnbók sem varðveist hefur á Íslandi. Jón Hákonarson (f. 1350), bóndi á staðnum, lét skrifa bókina en talið er að 113 kálfsskinn hafi þurft til verksins.
Víðidalstungukirkja. (2013, 8. mars). Wikipedia, Frjálsa alfræðiritið. Sótt 8. mars 2013 kl. 21:45 UTC frá //is.wikipedia.org/w/index.php?title=V%C3%AD%C3%B0idalstungukirkja&oldid=1380806.
Ljósmyndin er eftir Jónu Þórunni, og er skráð undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported leyfi.