Hátíðin í ár mun fara fram dagana 25. til 28. Júlí 2019. Meiri upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu Elds í Húnaþingi. Skoðið bæklinginn hér.
Eldur í Húnaþingi er spennandi hátíð sviðslista og skemmtunar undir berum himni í sönnum samfélagsanda. Hún er tónlistar- og listahátíð, fimm daga samkoma sem býður upp á fjölda tónleika, leikja og sýninga sem sýna fremstu fulltrúa í tónlist, dansi, gamanleik, kvikmyndum, fjölleikahúsi, götulistum og fjölskylduskemmtunum á Íslandi og erlendis.
Eldur sumarhátíðin bauð áhorfendum upp á sitt fyrsta heila starfstímabil árið 2003.
Fyrstu sumarhátíðirnar lögðu áherslu á listamenn í samfélaginu, hverfakeppnir og leiki, en hafa síðan orðið vinsælli og fjölbreyttari í eðli sínu. Þær ná nú yfir margskonar listgreinar, athafnir, menntunartækifæri og umhverfismál. Það sem hófst sem sýn fyrir menningarviðburð sem myndi þjappa samfélaginu saman, blómstrar nú sem stærsta listahátíðin á svæðinu sem tengir áhorfendur við listamenn í heimsklassa, útvíkkar sjóndeildarhring fólks og gerir Húnaþing vestra að miðstöð lista- og menningar á Norðvesturlandi Íslands.
Í dag býður Eldur í Húnaþingi upp á tvær samhliða dagskrár, eina atvinnudagskrá á „aðalsviði“ og aðra sem stuðlar aðsamfélagsþróun á ýmsum stöðum og svæðum í sveitarfélaginu sem og á Hvammstanga. Seldar sýningar á aðalsviði innanhúss bjóða upp á tónlist, dans, leiksýningar, listsýningar og gamanleik á heimsmælikvarða.
Samfélagsþróunardagskráin býður upp á ókeypis tónleika, kennslustundir, námskeið, íþróttaviðburði, keppnir, sýningar, uppákomur undir berum himni og einstakar fjölskylduskemmtanir.
Samfara því að hátíðin færist yfir á næsta þróunarstig heldur hún áfram að laða að fjölbreytta áhorfendur svo þúsundum skiptir og fremstu listamenn alls staðar að úr heiminum til þessa litla sveitarfélags sem tekur þeim opnum örmum. Eins og undanfarin ár gefa til kynna er hátíðin meira að verða heildrænn menningar- og félagsviðburður, frekar en að snúast um staka tónleikaupplifun. Mikill vöxtur hátíðarinnar, bæði að stærð og fjölbreytni viðburða, er samhliða örum vexti og orðspori sem stór menningarviðburður í einu af stærri sveitarfélögum Norðurlands vestra, og sem eitt fremsta listræna framtak í útihátíðaflóru landsmanna.
Ætlunarverk Elds í Húnaþingi er að bjóða upp á listir og skemmtun með hátíð á heimsmælikvarða sem auðgar sveitarfélagiðmenningarlega, efnahagslega og félagslega. Ennfremur mun hátíðin kynna, virkja og hefja til vegs og vanda íbúa í samfélaginu, ekki síst lista- og handverksfólk á staðnum, ásamt því að bjóða upp á góða skemmtun og listir á heimsklassa. Hátíðin leggur áherslu á grunngildi hvað varðar ágæti, fjölbreytni og mikilvægi samfélagsins í heild.
Eldur sumarhátíðin bauð áhorfendum upp á sitt fyrsta heila starfstímabil árið 2003.
Fyrstu sumarhátíðirnar lögðu áherslu á listamenn í samfélaginu, hverfakeppnir og leiki, en hafa síðan orðið vinsælli og fjölbreyttari í eðli sínu. Þær ná nú yfir margskonar listgreinar, athafnir, menntunartækifæri og umhverfismál. Það sem hófst sem sýn fyrir menningarviðburð sem myndi þjappa samfélaginu saman, blómstrar nú sem stærsta listahátíðin á svæðinu sem tengir áhorfendur við listamenn í heimsklassa, útvíkkar sjóndeildarhring fólks og gerir Húnaþing vestra að miðstöð lista- og menningar á Norðvesturlandi Íslands.
Í dag býður Eldur í Húnaþingi upp á tvær samhliða dagskrár, eina atvinnudagskrá á „aðalsviði“ og aðra sem stuðlar aðsamfélagsþróun á ýmsum stöðum og svæðum í sveitarfélaginu sem og á Hvammstanga. Seldar sýningar á aðalsviði innanhúss bjóða upp á tónlist, dans, leiksýningar, listsýningar og gamanleik á heimsmælikvarða.
Samfélagsþróunardagskráin býður upp á ókeypis tónleika, kennslustundir, námskeið, íþróttaviðburði, keppnir, sýningar, uppákomur undir berum himni og einstakar fjölskylduskemmtanir.
Samfara því að hátíðin færist yfir á næsta þróunarstig heldur hún áfram að laða að fjölbreytta áhorfendur svo þúsundum skiptir og fremstu listamenn alls staðar að úr heiminum til þessa litla sveitarfélags sem tekur þeim opnum örmum. Eins og undanfarin ár gefa til kynna er hátíðin meira að verða heildrænn menningar- og félagsviðburður, frekar en að snúast um staka tónleikaupplifun. Mikill vöxtur hátíðarinnar, bæði að stærð og fjölbreytni viðburða, er samhliða örum vexti og orðspori sem stór menningarviðburður í einu af stærri sveitarfélögum Norðurlands vestra, og sem eitt fremsta listræna framtak í útihátíðaflóru landsmanna.
Ætlunarverk Elds í Húnaþingi er að bjóða upp á listir og skemmtun með hátíð á heimsmælikvarða sem auðgar sveitarfélagiðmenningarlega, efnahagslega og félagslega. Ennfremur mun hátíðin kynna, virkja og hefja til vegs og vanda íbúa í samfélaginu, ekki síst lista- og handverksfólk á staðnum, ásamt því að bjóða upp á góða skemmtun og listir á heimsklassa. Hátíðin leggur áherslu á grunngildi hvað varðar ágæti, fjölbreytni og mikilvægi samfélagsins í heild.