Klambrar í Vesturhópi, Ormsá til hægri. Mynd: GMHK
Framlenging gönguleiðar 9.
12 km, hækkun um 500 m, 3 klst.
Á Klömbrum er uppgert steinhús frá 1880-1885, sem er friðað og á fornminjaskrá. Þar bjó héraðslæknirinn og þar var apótek og sjúkrastofa. Ekki er vitað um nafn steinsmiðsins, en steinhús af þessari gerð eru afar sjaldgæf í sveitum landsins.
Leiðarlýsing
Frá Káraborg er gengið eftir greinilegri slóð í austurátt. Síðan tekur við vegleysa. Þröskuldur er háls á milli Þrælsfells og Sótafells og þar er gengið niður um Ormsdalinn. Gangan endar rétt hjá bænum Klömbrum í Vesturhópi.