Grund - Hvammstangi

Gengið frá Grund til Hvammstanga. Mynd: GMHK
Gengið frá Grund til Hvammstanga. Mynd: GMHK

Þessi leið er miðlungs erfið en hækkunin er rúmlega 400 m. 11 km leið, 3 klst.

Einu sinni á ári – í tengslum við héraðshátíðina „Eldur í Húnaþingi“ gefst hlaupurum og göngugörpum einstakt tækifæri til að taka þátt í „Fjallaskokki“ – áhugasamir geta fylgst með dagsetningu og nánari fyrirkomulagi á heimasíðu Eldsins á https://www.eldurihun.is/

Leiðarlýsing

Vegur 711. Gengið er upp frá Grund í Vesturhópi. Þar er foss að nafni Foss, síðan tekur við troðningur. Leiðin liggur um Heydalinn og liggur stöðugt upp á móti til að byrja með en er ekki mjög krefjandi að öðru leyti. Þegar Þröskuldi er náð, liggur leiðin um einskonar heiðarlandslag og er merkt stikum niður að Ytri Hvammsánni sem rennur fyrir norðan þéttbýlið á Hvammstanga. Gangan endar á tjaldsvæðinu í Hvamminum.

Auðvitað er einnig hægt að ganga frá vesturs til austurs og enda á Grund.


Svæði

Map
Menu