Þrælsfell er um 895 m á hæð og þar með hæsti hnjúkur Vatnsnesfjalls.
Gætið þess að hafa samráð við ábúendur á Helguhvammi áður en haldið er á faratækjum til Káraborgar.
Leiðarlýsing
Hægt er að aka upp að Káraborg og e.t.v. ennþá lengra til austurs eftir slóð en runnið hefur úr slóðinni og getur verið varasamt að aka þar yfir litla sprænu. Gengið er með slóðinni og svo beygt beint til norðurs. Leiðin er ekki mjög krefjandi en fjallið er þverhnípt til vesturs og varasamt í slæmu skyggni. Efst er varða og þaðan er afar víðsýnt. Gangan framm og til baka frá slóðinni á hæsta punkt fjallsins tekur um 2,5 klst.
Þrælsfell, horft til vesturs. Mynd: Jóhann F. Arinbjarnarson.
Þrælsfell. Mynd: Jóhann F. Arinbjarnarson.