Vegur 704, 8 km sunnan Laugarbakka.
Á Bjargi er fæðingarstaður Grettis sterka Ásmundarsonar. Minnismerki um Ásdísi, móður Grettis, er á Berginu, prýdd fjórum lágmyndum eftir Halldór Pétursson. Þaðan sést til nokkurra sögustaða eins og Bessaborgar, Arnarvatnsheiðar og Löngufitjar svo að dæmi séu nefnd.
Leiðarlýsing
Hringleið liggur frá upplýsingatöflunni og þar er gott að leggja faratækjum.
Gangan tekur um 1,5 klst., með viðkomu á Grettisþúfu (sem er steinn) í túninu rétt norðvestan af íbúðarhúsinu. Passið ykkur að ganga ekki á túninu. Príla þarf yfir girðingu og þaðan er auðvelt að finna ótal Grettistök til að lyfta, eins og Grettir er sagður hafa gert í sögunni. Víða sást för eftir ísaldarjökla í klöppum sem standa upp úr gróðrinu
Upplagt er að taka með sér eintak af Grettis sögu til að glugga í í skjóli Grettistaka eða minnismerkisins á Berginu.