Illugastaðir

Séð frá Illugastöðum til Strandafjalla.
Séð frá Illugastöðum til Strandafjalla.

Vegur 711. Illugastaðir er sögufrægur bær en þar var drepinn Natan Ketilsson bóndi og náttúrulæknir árið 1828 og leiddi það voðaverk svo til síðustu aftöku á Íslandi 1830. Nýleg bók eftir ástralskan rithöfund Hannah Kent, Náðarstund – Burial Rites – Das Seelenhaus, fjallar um Agnesi en hún var ásamt Friðríki Sigurðssyni hálshöggvin við Þrístapa í Austur-Húnavatnssýslu fyrir morðið.

Rústir smiðju Natans eru enn sjáanlegar á skeri að nafni Smiðjusker. Afar fallegt útsýni til Stranda.

Leiðarlýsing

Um 800 m langur, þægilegur göngustígur byrjar á bílastæði við þjónustuhús niður að selaskoðunarstað. Þar er skyli, gestabók og kíkir. Selir liggja gjarnan á skeri eða svamla í sjónum en hafa ber í huga að bæði veður sem og fjara og flóð hafa áhrif á hegðun sela. Svo getur farið að enginn selur sé sjáanlegur ...

Stígurinn er lokaður frá 30. apríl til 20. júní og öll umferð stranglega bönnuð vegna friðlýsts æðarvarps.

Selir við Illugastaði

Selir við Illugastaði. Mynd: Birgit Kositzke


Svæði

Map
Menu