Umdæmi lögreglunnar á Blönduósi nær yfir Húnaþing vestra og austur að Skagafirði. Lögreglumaður er á vakt á Hvammstanga. Sýsluskrifstofa og lögreglustöð er á Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi og síminn hjá lögreglunni þar er 455 2666. Sýslumaður / lögreglustjóri er Bjarni Stefánsson. Alltaf er hægt að fá samband við lögreglu í gegnum neyðarnúmerið 112.