Ánastaðir á Vatnsnesi urðu þekktir árið 1882 er mikil hafís og harðindaár gengu yfir landið. Náðist þá að vinna 32 hvali í vök, en ís hafði lagt um allan Húnaflóa. Er það talið hafa bjargað mörgum því víða var þá orðið þröngt í búi vegna fæðuskorts.Hvalbeinin voru m.a. nýtt til bygginga á staðnum.
Norðast í landi Ánastaða er sérkennilegur klettur í fjörunni, nefndur Ánastaðastapi.