Í fjöruborðinu fyrir neðan bæinn Skarð á vestanverðu Vatnsnesi er heit uppspretta eða hver sem er um eða yfir 73°C heitur. Hverinn var á árum áður nýttur til að hita upp gróðurhús sem stóð heima við bæ. Engin dæla var við hverinn, en kalt vatn ofan við bæinn var leitt í pípu niður að hvernum og þrýsti það heita vatninu, sem er léttara en það kalda, upp í húsið.
Litlu fyrir sunnan bæinn í Skarði stendur Skarðsviti sem var byggður árið 1950 og er 14. metra hár.
Vert er að benda á að hverinn er ekki hentugur til baðs vegna mikils hita.