Hópið

Hópið er fimmta stærsta stöðuvatn landsins allt að 44 km2 að stærð. Veiði er heimil í vatninu og margir ágætir veiðistaðir við vatnið. Staðbundin bleikja, sjóbleikja, sjóbirtingur og töluvert af laxi veiðist hvert ár í Hópinu, enda gengur mikið af laxi gegnum Hópið í Víðidalsá og Gljúfurá. Á fjöru kemur upp langt sandrif sem nær langleiðina yfir vatnið og er það mjög vinsæl reiðleið, en sundríða verður stuttan ál vestast í vatninu til að komast alla leið yfir vatnið.


Svæði

Map
Menu